Hótel Skúlagarður

Hótel SkúlagarðurÍ Skúlagarði eru 17 tveggja manna herbergi með baði, þar af eitt sérútbúið fyrir fatlaða og fjögur stærri herbergi sem má nýta sem fjölskylduherbergi. Auk þess er boðið uppá svefnpokagistingu í sjö herbergjum í húsi sem stendur norðan við aðalhúsið. Sumarið 2011 opnar Skúlagarður þann 15. maí.

Veitingaþjónusta er í Skúlagarði þar sem áherslan er á einfaldan heimilismat og ferskt hráefni úr héraði. Má þar nefna lambakjöt frá bændum úr nágrenninu, bleikju og lax frá fiskeldinu Rifósi, steinsnar frá Skúlagarði, og grænmeti úr sveitinni.

Á staðnum er hægt að kaupa veiðileyfi í hinni vinsælu silungsveiðiá Litlá.

Jafnframt er í boði gisting í 30 herbergjum með aðgengi að sameiginlegum snyrtingum á Gistihúsinu Ánni (River Guesthouse) sem er staðsett á hinum bakka Litluár, um 500 metra frá hótelinu.

Hótelstjóri og framkvæmdastjóri er Axel Yngvason. Sími 821 1388.

Verðskrá fyrir sumarið 2014

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

Book your room
Book accommodation in Iceland
Check In:
Check Out: